Manneskja – karl eða kona?

Það var ein manneskja á undan mér við kassann í Bónus í hádeginu í dag. Hún tíndi upp úr innkaupakörfu. Tók hlutina upp með annarri hendi. Einn í einu. Las á verðmiðann. Lagði hlutinn frá sér. Pilturinn á kassanum beið með útrétta hendi eftir því að hlutirnir kæmust til hans. Þetta voru sjö eða átta hlutir. Kannski níu. Flestir smáir. Loks var karfan tóm: „Eitt þúsund sjö hundruð tuttugu og átta krónur,“ sagði pilturinn á kassanum.

Lesa áfram„Manneskja – karl eða kona?“