Var við útför vinar í dag. Frá Bústaðakirkju. Séra Pálmi Matthíasson jarðsöng. Það var fjölmenni. Margir þurftu að standa, bæði við veggi og í fordyri. Það kom á óvart. Í mínum huga var vinurinn innhverfur einstaklingur. Maður fárra orða. Hógvær og lítillátur. Við kynntumst á hnjánum. Það er yfirleitt öðruvísi fólk sem ég kynntist á hnjánum. Krjúpandi í bæn til frelsarans: „Jesús. Jesús Kristur. Ég er hjálpar þurfi. Æ, viltu hjálpa mér.“