Tvær afburða bækur

Við skiptumst á bókagjöfum fyrir skömmu, hjónin. Hún fékk Ólafíu, ævisögu Ólafíu Jóhannsdóttur, fágætrar afburða konu, ég fékk Upp á Sigurhæðir, sögu Matthíasar Jochumssonar, eins af ástmögum þjóðarinnar. Við lesum þessar bækur á aðventunni, látum þær anda inn í okkur frásögum af lífi og starfi þessara miklu hetja. Það er við hæfi þar sem aðal þeirra beggja, Ólafíu og Matthíasar, var trúin á Guð, kærleika hans og óendanlega elsku.

Lesa áfram„Tvær afburða bækur“