Það er ekki oft sem fólk heyrir allsherjar AMEN frá alþingi Íslendinga. Það gerðist þó þegar borin var fram fyrir fáum árum tillagan fræga um eftirlaun alþingismanna. Þá heyrðist þetta risavaxna AAAMEEEN úr öllum hornum. Og atvinnuvinir fátæka fólksins létu ekki sitt eftir liggja og brýndu raustirnar svo að hljómaði um þjóðarheim allan.