Þrjú lítil erindi úr ljóðum Einars Benediktssonar leyfi ég mér að
birta hér í tilefni dagsins, dags íslenskrar tungu.
Úr Íslandsljóði 3. hluta.
Ég ann þínum mætti í orði þungu,
ég ann þínum leik í hálfum svörum,
grætandi mál á grátsins tungu,
gleðimál í ljúfum kjörum.
Ég elska þig, málið undurfríða,
og undrandi krýp að lindum þínum.
Ég hlýði á óminn bitra, blíða,
brimhljóð af sálaröldum mínum
Úr Móðir mín
Við spor hvert um Bifröst, að Heljar hyl,
til himins, vor tunga bjó vörðu
Þú last – þetta mál með unað og yl
yngdan af stofnunum hörðu.
– Ég skildi, að orð er á Íslandi til
um allt, sem er hugsað á jörðu.