Það var ellefti nóvember í gær. Á þeim degi fæddist þjóðinni stórmenni árið 1835. Séra Matthías Jochumsson. Skáld og snillingur. Sálmar hans, frumsamdir og þýddir eru sungnir enn í dag. Ákall til Guðs um huggun á sorgarstundum. Allir upplifa þær. Með klökkva í hjarta hefur þjóðin tekið undir með kirkjukórum landsins í sálmunum, Hærra minn Guð til þín og Lýs milda ljós.