Óvenju ríkir af unaði dagar þessarar viku. Veisla með krásum á bók. Gömlum ástvini. Marglesnum. Nú eftir áratuga hlé. „Einu sinni þekktumst við,“ sagði vinur minn einn þegar við hittumst eftir tuttugu ár. Það var eins með bókina þessa sem minnti á sig á mánudaginn var og bað mig líta í sig. Hvað ég gerði. Og komst ekki frá henni.