Það er hádegi. Góður dagur fram að þessu. Hófst með sérlegu eftirlæti. Fékk að aka Ástu í vinnuna. Það var eftir Horngluggann og morgunkaffið. Þar sem við rifjuðum upp. Svo ókum við saman. „Hvaða leið er best?“ spurði ég. „Þessi og beygðu svo þarna,“ sagði hún. Og allur heimurinn var að fara í vinnuna líka og ók eins og brjálað fólk. Ég reyndi að treina mér ferðina.