Helgi hafði setið alllengi á bekknum þegar Hannes loksins mætti. Hannes var klæddur í gamlan felubúning, víðar buxur og hermannajakka sem var hnepptur upp í háls og kraginn uppbrettur. Þá bar hann Green beret húfu á höfðinu. Til fótanna var hann í háum uppreimuðum hermannaklossum. Loks var hann með risastóran gulan innkaupapoka á öxlinni.