Hlustað á bækur og gengið með löbbu

Við litum við hjá henni á Borgarspítalanum í gær. Það var síðdegis. Hún er í sinni fyrstu innlögn á sjúkrahús, níutíu ára gömul, eftir blæðingu inn á heilann fyrr í sumar. Við blæðinguna lamaðist hægri hlið líkamans. Fremur litlar líkur voru taldar á að svo fullorðin kona endurheimti tapað afl. En þessari hetju er ekki fisjað saman. Nú lyftir hún hægri hendinni upp fyrir höfuðið, gengur um með „löbbuna“ sína og fer stiga á milli hæða tvisvar á dag. Einnig hafa einkenni í andliti horfið.

Lesa áfram„Hlustað á bækur og gengið með löbbu“

Ný bók

Ásta gaf mér bók í gær. Ákaflega fallega og yndislega bók. Það má heita að ég hafi haldið á henni síðan. Þ.e. bókinni. Strokið hana, flett henni og lesið og skoðað. Þetta er sérlega smekkleg bók, fallega unnin, fallega hönnuð og útlitið í góðu samræmi við innihaldið, vísar til dýptar, litar og gróðurs hafsins. Stafsetningarorðabókin heitir hún og er gefin út af Íslenskri málnefnd og JVP útgáfu. 736 blaðsíður. Verð kr. 6.980.

Lesa áfram„Ný bók“

Með naut í taumi

Við sátum saman á pallinum framan við Litlatré á sunnudaginn var. Það var loka samvera eftir velheppnað árlegt vísnakvöld, sem svo er nefnt, en hluti fjölskyldunnar kemur saman eina helgi síðsumars, leigir sér sumarhús í grennd og gleðst í mat og nærveru í tvo sólarhringa. Um hádegisbil á sunnudegi hittast allir í skilnaðarsamveru við Litlatré áður en haldið er heim á leið. Svo var einnig nú.

Lesa áfram„Með naut í taumi“

Hlaupadrottning í fjölskyldunni

Hún er alltaf að hlaupa. Og hún er alltaf að sigra. Eldri borgarar fá sáran hlaupasting af því einu að heyra hana lýsa hlaupunum sínum. Hún tók síðast þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi. Hljóp 10 kílómetra í flokki kvenna 19 ára og yngri. Hún var fyrst í mark. Hljóp á 53:49. Hún er aðeins ellefu ára. Heitir Kristín Lív Jónsdóttir.

Lesa áfram„Hlaupadrottning í fjölskyldunni“