Hannes sat á bekknum fyrir framan ávaxtabúðina. Einum af þeim fimm stöðum þar sem þeir hittust oftast. Hann lokaði dagblaði þegar Helga bar að. Braut það saman og lagði það ofan á önnur dagblöð sem lágu á hnjám hans. Helgi fylgdist með hreyfingum Hannesar og undraði sig á glettnum andlitssvip hans.