Hún er alltaf að hlaupa. Og hún er alltaf að sigra. Eldri borgarar fá sáran hlaupasting af því einu að heyra hana lýsa hlaupunum sínum. Hún tók síðast þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi. Hljóp 10 kílómetra í flokki kvenna 19 ára og yngri. Hún var fyrst í mark. Hljóp á 53:49. Hún er aðeins ellefu ára. Heitir Kristín Lív Jónsdóttir.