Þá er nú þetta eiginlega sumarleyfistímabil á enda. Vorum í Litlatré í þrjátíu og fimm daga plús. Grilluðum flesta dagana. Kjúklinga í bitum, kjúkling á teini, kjúkling svona og kjúkling hinsegin. Ekki þar með sagt að kjúklingar séu hinsegin. Sei, sei, nei. Og alveg lostasamlegt að koma heim í eldhúsið sitt aftur. Svei mér þá. Og finna ástríðurnar ærast. Bókstaflega.
Fyrsta mátíðin var íslensk kjötsúpa. Lambaframhryggur, 2 laukar, 4 gulrætur, Maldon salt, súpujurtir, hvítkál, ½ dl. hrísgrjón, kartöflur og gulrófur. Fitan ekki skorin af. Borðað í þögn. Mikil nautn. ( Ekki segja hjartalækninum).
Önnur máltíðin; Sólþurrkaður saltfiskur, nýjar gullauga, gulrófa, hamsatólg. Stappa allt saman. Hafa mikla feiti. Borðað í þögn. Andvarp. (Ekki segja hjartalækninum).
Þriðja máltíðin: Saltkjöt og baunir. Saltað lambakjöt, gular baunir, laukur, beikon, nýjar kartöflur, gulrófur. Borðað í þögn. Unaðarhljóð.
Þú slefar maður. Þurrkaðu þér.
Enga öfund ,-)
Þetta er háskalegt svona þétt saman. Guði sé þakkargjörð fyrir Danska. 😉
Það er hvítlaukurinn, væna mín, sem enn er ærulaus.
Og verður.
LOL Mjög ánægjulegt að sjá laukinn hafa fengið uppreisn æru hjá þessum kokki.
Í mínum kokkabókum deyr maður ef maður skrökvar svona að lækninum….:-)