Helgi mætti snemma á bekkinn næsta dag. Hann skimaði óþolinmóður eftir Hannesi og eftir því sem tíminn leið byrjaði hann að ímynda sér allskyns vandræði sem Hannes hefði lent í. Þegar svo Hannes birtist á næsta götuhorni gat Helgi ekki setið á sér og gekk á móti honum. Þeir gengu samhliða til baka í átt að bekknum. Þöglir fyrsta spölinn. Síðan: