Helgi hafði setið lengi á bekknum. Hann var farinn að undrast um Hannes sem ævinlega mætti á undan honum. Það lá vel á Helga þar sem hætt var að rigna og sólin tekin að skína. Hann hafði farið úr síðum ullarfrakkanum sínum, sem var fremur sjaldgæft, og lagt hann við hlið sér á bekkinn. Hann sat þarna afslappaður í ullarpeysu og naut tilverunnar.