Afar ánægjulegu þrjátíu og fimm daga tímabili lauk í gær þegar sumarleyfi frúarinnar endaði og við ókum til „byggða“. Það var með talsverðum söknuði og litlum orðaskiptum á leiðinni, þótt úrhellisregn og mest við komuna inn í borgina væri nokkur huggun. Hugurinn dvelur svo við það í dag að komast að niðurstöðu um hvort hann eigi að vera þakklátur fyrir hamingjudagana í sveitinni eða ósáttur við að hafa þurft að yfirgefa hana!