Þetta var einn af fáum björtu dögum sumarsins. Helgi sat á bekk framan við Fríkirkjuna og horfði á vinsæla og óvinsæla fugla berjast um brauðið sem féll af borðum borgarbúa. Hannes kom gangandi úr suðri. Hann fór sér hægt. Stansaði hjá Helga og horfði með honum yfir Tjörnina. Settist.