Í samtölum við fréttamenn um eiturslysið á Eskifirði varð fyrir svörum, meðal annarra, Jónína Sigurðardóttir, aðstoðaryfirlögreglumaður. Sjaldan eða aldrei hefur fréttamönnum verið svarað á jafn glæsilegri íslensku og þessi kona gerði. Fágað og hiklaust mál einkenndu tal hennar, svo vandað og myndugt að aðdáun vekur. Ekki er hægt annað en að lýsa hrifningu.
Grátstafir á Íslandi
Til er allnokkuð af einlæglega trúuðu fólki sem ekki fellir sig við neina kirkjudeild. En að sætta sig ekki við kirkjudeild getur verið af ýmsum ástæðum. Oftar held ég að það hafi með presta eða forstöðumenn að gera sem og þau markmið sem þeir setja sér. Sumir þeirra hafa sérkennilegar hugmyndir.