Mér hugnast ekki þegar menn sem hlutu að erfðum ágæta hæfileika og getu til að læra og starfa í þjóðfélaginu, láta eftir sér að nota neikvæð orð um náunga sína sem ekki hlutu sömu kosti í vöggugjöf.
Það er mikið til af orðum sem hægt er að velja úr og milda með þeim bága stöðu veikra samborgara sem ekki hlutu til þess færni að stjórna vilja sínum. Í stoppustöð einni í borginni hittust útgangsmenn, íslenskufræðingur og geitungar. Mér virðist aðeins einn þeirra hafi stungið.