Undir áhrifum

Það koma svona dagar þegar áhrif fylla huga manns. Áhrif sem flæma rósemi í burt og einhverskonar kný eða óþol fyllir rýmið. Þetta leggst einnig á heilann og síðan vex þetta og verður að einskonar fóstri sem krefst fæðingar. Og hananú. Engin miskunn. Af stað.

Lesa áfram„Undir áhrifum“

Hálsbindin sjö

Aðalgöngugatan í Amsterdam heitir Kaalverstraat. Þúsundir manna fara um hana dag hvern. Ótal verslanir eru beggja vegna götunnar. Göngufólkið skoðar í búðargluggana. Flestir fara sér hægt. Þvergata ein sem liggur frá Kaalverstraat ber það ágæta nafn Heilagivegur. Í húsi númer sjö við Heilagaveg var lítil verslun sem sérhæfir sig í sölu hálsbinda. Á ferð eitt árið fyrir alllöngu, litum við Ásta inn í þessa verslun.

Lesa áfram„Hálsbindin sjö“