Það er ein af guðsgjöfunum, litla húsið okkar Ástu í sveitinni. Við vorum þar um helgina. Fengum stóra helgi. Guðir veðursins deildu út ljúfleika (hef aldrei skilið til fullnustu tal um veðurguði) og allan tímann var stafalogn. Hitastig var allt að fjórar gráður í plús. Það er ekki sjálfgefið á slóðum ,,inn til landsins” eins og Veðurstofa Íslands orðar það. Þá var jörð auð og tiltölulega blítt yfir að líta.