Það koma svona dagar þegar áhrif fylla huga manns. Áhrif sem flæma rósemi í burt og einhverskonar kný eða óþol fyllir rýmið. Þetta leggst einnig á heilann og síðan vex þetta og verður að einskonar fóstri sem krefst fæðingar. Og hananú. Engin miskunn. Af stað.
Hvað mikið af hveiti? En salti? Er smjör líka? Hvort eru tvö egg eða þrjú? En mjólkin? Svo er skál tekin fram. Efnum blandað saman. Eigum við rjóma? En sultu? Og kveikt á hellu. Eftir fyrsta eintak, sem varð dálítið skrítið, gengur þetta þokkalega. Nautn að vinna undir áhrifunum. Reyna að gera sér í hugarlund kringumstæður áhrifavaldanna. Kolaofn. Einfalt gler. frosthörkur. Engin sól yfir vetrarmánuðina.
Umræðuefnin. Sex barna móðir. Tuttugu og fimm ára gömul. Fataleysi. Ekkert vatn í krana. Enginn krani. Væntanleg barnsfæðing. Álfar. Og blá kanna. Teikniblokk. Blýantur. HB. Hvað ertu að tala um maður? Ég er heillaður. Heillaður af hverju? Yngstu dóttur hennar Steinunnar og hans Jóns. Heyrðu, í bókinni? Já. Ég var líka hrifin af henni. Manstu eftir henni? Það er orðið langt síðan ég las hana. Ég kalla þig seiga að muna eftir henni.
Viltu smakka á þessu með mér? Endilega. Og þau pissuðu í koppa. Já. Og urðu að fara út á kamar í hvernig veðri sem var. Já. Samt losaði Karlína úr bleyjunum syngjandi. Fáðu þér aðra. Þetta er gott. Góð tilbreyting. Blessaðar konurnar. Já, blessaðar konurnar. Og blessuð konan. Hugsaðu um það, með hugann í Róm, og trönurnar og köflótt vonleysið. Löng þögn. Löng þögn. Viltu eina enn. Nei takk, þetta er hæfilegt. Löng þögn. Takk fyrir mig. Sömuleiðis.
Ég ætla að halda áfram að lesa.
ooohhhh! (á innsoginu)
ég var einmitt að lesa hana í gærkvöldi, og framá nótt. Mér finnst ég hafa eignast aðra fjölskyldu
b