„Hver sem í æsku átti því láni að fagna að ílendast í París um skeið, hann mun sanna að hvar sem leiðir liggja síðan er París í för með honum einsog veisla í farangrinum.“ Þessi orð eru skráð á titilsíðu bókarinnar Veisla í farangrinum og sögð eftir Hemingway í bréfi til vinar. Bókin hefur orðið mörgum Íslendingum sérlegt ánægjuefni og einskonar leiðsögubók um París. Það var hún okkur einnig og undir áhrifum hennar eyddum við þessum dögum.