Í framhald af pistli gærdagsins þar sem ég nefndi ferð okkar Ástu til Parísar fyrir tæpum tuttugu árum, fletti ég upp í gömlum gögnum um ferðina. Í framhaldi ákvað ég að endurbirta búta úr ferðasögunni okkur Ástu til upprifjunar og öðrum til fróðleiks og vonandi nokkurrar ánægju. Birtist fyrsti pistillinn í dag. Þá er stefnt að því að koma upp myndasafni sem gerir kleift að skoða myndir frá ýmsum tækifærum.