Orðin eru hækjur mínar

Hafði hugsað mér að skrifa nokkur orð í tilefni af degi tungunnar. Móðurmálsins. Fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Aftur á móti ætlaði ég ekki að tala um Jónas. Né verk hans. Það eru svo margir sem gera það og miklu, miklu betur en ég. En það er annað skáld sem á þennan sama fæðingardag. Skáld sem sjaldan heyrist nefnt þrátt fyrir ljóð sín og ljóðabækur. Kannski af því að skáldið er kona. Heiti pistilsins er nafn á einu ljóða hennar.

Lesa áfram„Orðin eru hækjur mínar“

Hrellingar heimasíðu

Í morgun árla reyndi ég að opna heimasíðuna mína. Það tókst ekki. Reyndi aftur og aftur um nokkra hríð og ekkert gekk. Loks, nær hádegi tókst það. Mér til mikillar hrellingar kom í ljós að á milli fjörutíu og fimmtíu pistlar voru horfnir af síðunni. Allir sem birtir hafa verið eftir 17. júlí s.l. Það er ekki þægileg tilfinning að uppgötva slíkt. Og löng röð af spurningum vaknar. Loks hringdi ég í Brynjólf Ólason, sem verið hefur minn bjargvættur í tölvumálum, og bað hann að hefja rannsókn á fyrirbærinu. Tók hann málið í sínar hendur. Vonandi finnst orsökin svo hægt verði að endurheimta pistlana.

Súpa dagsins

Það er eitt og annað sem ber fyrir augu og eyru á einni viku. Og ef litið er upp úr verkefnum og til baka á sjöunda degi og rifjað upp áreiti og atvik sem mættu manni yfir vikuna, þá valda sum þeirra angri sem hollt getur verið að tjá sig frá, sbr. „Meðan ég þagði tærðust bein mín“. Reyna þannig að losna við angrið af gerviblaðri nútímans sem alltof víða viðgengst. Og stappa í sig stálinu í baráttunni við að láta ekki strauminn hrífa sig með. Fyrsta platið var í Húsasmiðjunni um hádegi einn daginn.

Lesa áfram„Súpa dagsins“

Dýrasaga og greining

Eitt af viðfangsefnum Dagnýjar Kristjánsdóttur í bók sinni, Undirstraumar, er smásaga Ástu Sigurðardóttur, Dýrasaga. Það var mér mikil opinberun að fara í gegnum greiningu Dagnýjar á smásögunni og kemur þar fleira en eitt til. Ásta var fædd 1930 og því þekktu menn á mínum aldri talsvert til hennar. Hún var áberandi á sinn sérstaka hátt og kallaði yfir sig fordóma og slúður í öllum regnbogans litum. Og svo var hún fyrirsæta og rithöfundur.

Lesa áfram„Dýrasaga og greining“

Lesbókin pirrar

Alltaf hlakka ég til Lesbókarinnar. Hún er laugardagsmorgna ánægja mín. Næst á eftir kaffiklukkustundinni með Ástu við Horngluggann sem ætíð er efst á listanum. Það er samt aldrei þannig að allt efni í Lesbókinni falli mér, enda ekki hægt að ætlast til þess. En sumt les ég tvisvar og jafnvel þrisvar. Og gjarnan með blýanti. Í morgun voru tvö atriði sem pirruðu mig. Hið fyrra er myndin af Bush, á blaðsíðu 7. Ótrúlegt hvað mér leiddist að sjá hana þarna.

Lesa áfram„Lesbókin pirrar“

Haust

Það var komið haust. Gul og rauð laufblöð féllu af greinum trjánna, eitt og eitt, og liðu mjúklega til jarðar. Stöku spör stakk nefi sínu í laufið og leitaði ætis. Maður nálgaðist. Hann gekk hægum skrefum í átt að styttu af ljóðskáldi og settist á bekk. Spörinn gaf frá sér hvellt hljóð og flaug upp. Maðurinn lagði gamla snjáða skólatösku við hlið sér. Gróf hendur sínar djúpt í frakkavasana og horfði út eftir stígnum sem lá niður að lítilli tjörn. Hann var alvörugefinn á svip. Eftir alllanga stund hófst samtal:

Lesa áfram„Haust“

Rogastans

Merkilegt orð rogastans. Mig rak í eitt slíkt fyrr í dag. Er ekki enn búinn að ná mér að fullu eftir höggið. Þetta hendir mig gjarnan þegar ég álpast til að sökkva mér í fræðibækur sem ekki eru hannaðar fyrir venjulegt fólk. Fræðimenn virðast fæstir hafa hæfileika til að búa efni sitt í aðgengilegt form fyrir slíka. Eða þá að þeir miða efnistökin við aðra fræðimenn einvörðungu.

Lesa áfram„Rogastans“