Það var heldur dimmt yfir landinu í morgun. Einnig við Horngluggann, hvar við Ásta ræddum málin eins og svo oft áður. Ljóðakonurnar Þuríður Guðmundsdóttir frá Sámsstöðum og Emily Dickinson eru fyrirferðarmiklar í huganum þessa daga, enda margar bóka þeirra uppi við, ásamt Dagnýju Kristjánsdóttur. Ég freistaðist til að nefna þær við Horngluggann. Yfir kaffinu. Fékk góðar undirtektir.