Það er athyglisvert að fylgjast með því hvernig verjendur í Baugsmálinu svokallaða, nota hvert einasta tækifæri sem gefst til að verjast því að málið verði tekið til efnismeðferðar? Þeir virðast leggja allt sitt vit og þekkingu, klæki og refstækni, í að hindra framgang málsins. Það er það sem vekur undrun.
Nærvera nærir
Dóttir mín Gunnbjörg bauð mér út í hádegismat í liðinni viku. Það hafa ætíð lifað sérstakir straumar vináttu á milli okkar. Frá fyrstu tíð. Strax nýfædd hjalaði hún við mig á kvöldin. Þegar ég kom heim úr vinnu setti ég hana gjarnan á skrifborðið mitt og sönglaði ofan í hana. Og hún sönglaði á móti. Þannig skröfuðum við tímunum saman. Án orða. Þetta var undir súð í fátæklegu húsnæði í úthverfi.
Hrellingar heimasíðu II
Fyrirtækið Eðalnet, sem hýsir heimasíðuna, er umboðsaðili fyrir miklu stærra fyrirtæki sem staðsett er í Bandaríkjunum og hýsir heimasíður og önnur verkefni fyrir fjöldann allan af fyrirtækjum um veröld víða. Það var í aðalstöðvum þess fyrirtækis sem slysið varð sem orsakaði að allir viðskiptavinir þess misstu gögn af netinu, gögn frá ákveðnu tímabili.