Súpa dagsins

Það er eitt og annað sem ber fyrir augu og eyru á einni viku. Og ef litið er upp úr verkefnum og til baka á sjöunda degi og rifjað upp áreiti og atvik sem mættu manni yfir vikuna, þá valda sum þeirra angri sem hollt getur verið að tjá sig frá, sbr. „Meðan ég þagði tærðust bein mín“. Reyna þannig að losna við angrið af gerviblaðri nútímans sem alltof víða viðgengst. Og stappa í sig stálinu í baráttunni við að láta ekki strauminn hrífa sig með. Fyrsta platið var í Húsasmiðjunni um hádegi einn daginn.

Lesa áfram„Súpa dagsins“