Eitt af viðfangsefnum Dagnýjar Kristjánsdóttur í bók sinni, Undirstraumar, er smásaga Ástu Sigurðardóttur, Dýrasaga. Það var mér mikil opinberun að fara í gegnum greiningu Dagnýjar á smásögunni og kemur þar fleira en eitt til. Ásta var fædd 1930 og því þekktu menn á mínum aldri talsvert til hennar. Hún var áberandi á sinn sérstaka hátt og kallaði yfir sig fordóma og slúður í öllum regnbogans litum. Og svo var hún fyrirsæta og rithöfundur.