Áskorun til bókmenntafólks

Birta hugans er köld

Hún batt enda á líf sitt með því að stinga höfðinu inn í gasofninn í eldhúsinu á meðan börn hennar sváfu á hæðinni fyrir ofan.. Kannski var verknaðurinn angistarfullt hróp á hjálp. Örvæntingaróp eins og svo margra. En hjálpin barst henni ekki. Hún lét lífið. Aðeins þrítug að aldri. Mikilhæf manneskja og veik. Sylvia Plath. Hún var fædd 27. október 1932.

Lesa áfram„Áskorun til bókmenntafólks“

Spegill

Ég er silfur og nákvæmur. Ég er fordómalaus.
Hvað sem þú sérð gleypi ég samstundis
Rétt eins og það er, án áhrifa ástar eða andúðar.
Ég er ekki grimmur, aðeins sannur —
Auga lítils guðs, fjögurra horna.
Mestan hluta tímans hugleiði ég vegginn andspænis.
Hann er bleikur, með doppum. Ég hef horft á hann svo lengi
Að ég held hann sé hluti af hjarta mínu. En hann flöktir.
Andlit og myrkur aðskilja okkur aftur og aftur.
Nú er ég stöðuvatn. Kona hallar sér að mér,
Gáir hvað ég sýni hvernig hún raunverulega sé.
Síðan snýr hún sér til blekkinganna,
/ kertaljósanna eða tunglsins.
Ég sé bak hennar, og spegla það af nákvæmni.
Hún launar mér með tárum og skjálfandi höndum.
Ég er henni mikilvægur. Hún kemur og fer.
Á hverjum morgni kemur andlit hennar í stað myrkursins.
Í mér hefur hún drekkt ungri stúlku,
/ og í mér snýr gömul kona sér
Í áttina til hennar dag eftir dag, eins og hræðilegur fiskur.

Sylvia Plath / Óli Ág.

Lesa áfram„Spegill“