Að gráta hefir sinn tíma

Þeir komu inn í bekkinn, fjórir saman, klæddir svörtu og settust. Sá fyrsti við hliðina á mér, hinir utar. Þetta voru ungir menn á líkum aldri og sá látni. Hann var nýorðinn átján ára. Kirkjan var þéttsetin. Athöfnin hófst með forspili, orgel og fiðla: Yesterday. Presturinn fór með bæn. Kórinn söng Hærra minn Guð til þín. Pilturinn við hliðina á mér tók að þurrka tár.

Lesa áfram„Að gráta hefir sinn tíma“