Stundum rekst maður á myndir í gömlum umslögum og smákössum frá foreldrum sínum og öðrum gengnum ættmennum. Nýlega, við skoðun á slíkum komu nokkrar myndir í ljós, myndir sem hafa áður verið dæmdar of illa farnar til þess að hægt væri að lagfæra þær. Ein slík er til umfjöllunar hér.
Með tækni tölvualdarinnar er með ólíkindum hvað hægt er að gera til að bæta myndir. Jafnvel venjulegt fólk getur náð nothæfum árangri við slík viðfangsefni. Hér fyrir neðan er, til dæmis, mynd af afa mínum og ömmu, Hreiðarsínu Hreiðarsdóttur og Ólafi Þorleifssyni. Með þeim á myndinni er eitt af börnum þeirra, hugsanlega pabbi minn Ágúst, en þar um get ég ekki skorið úr með neinni vissu.
Fékk þá hugmynd að fara þess á leit við gesti heimasíðunnar, sem hugsanlega þekkja hér til og vita hvaða barn er með þeim hjónum á myndinni, að þeir upplýsi mig um það með athugasemd neðan við pistilinn. Yrði ég mjög þakklátur fyrir þær upplýsingar svo og aðrar sem lúta að pistlum um áana. Vísa ég til fyrri pistils um afa og ömmur Óla Ágústssonar hér:Smellið hér