Mannaði mig upp um hádegið, þrátt fyrir streymandi sólargeisla á svölunum, minnugur orða fisksalans í Skipholtinu um árið. Hann er svona fremur lágvaxinn maður, þybbinn, ber höfuðið hátt og hefur hvella rödd. Hann sagði, eftir að hafa rétt mér pokann með fiskinum; „…og þú ert fluttur í nýja íbúð?“ „Já, já.“ „Í blokk í Kópavogi?“ „Já.“ „Og allt alveg svakalega flott og notalegt?“ „Já.“ „Svo svakalega flott að þú ert hættur að nenna að fara út úr húsi.“ „Já, það er þannig.“