Sorgarfregnir

Þegar ég opnaði tölvupóstinn undir hádegi í dag, nýkominn úr Borgarfirði, beið mín bréf frá Arnbirni Eiríkssyni, góðum vini, í Nýlendu 2, í Sandgerði, þar sem hann tilkynnti andlát systur sinnar, Margrétar Eiríksdóttur. Hún lést á sjúkrahúsinu í Húsavík, 15. júní.

Varla var ég búinn að átta mig á fregninni um andlát Margrétar þegar Arnbjörn hringdi og tjáði mér að yngsti sonur hans hefði látist í þessu hörmulega bílslysi í Öxnadal, aðfaranótt sautjánda júní, þar sem tveir drengir létu lífið og sá þriðji liggur milli heims og helju. Það er erfitt að finna orð sem hafa gildi þegar slíkar sorgarfregnir berast. En það er hægt að verða við beiðni Arnbjarnar um fyrirbæn.

Með hjartað fullt af samúð og hluttekningu skrifa ég þennan fátæklega pistil og bið fólk, sem iðkar bænalíf, að biðja Guð um að anda huggun og hughreystingu inn í hjarta og huga Arnbjarnar á þessum sorgardögum, sem og allra þeirra sem syrgja með honum. Drengurinn verður jarðsunginn á miðvikudag kl. 14:00 frá Keflavíkurkirkju. Margrét á laugardag frá Húsavíkurkirkju. Netfang Arnbjarnar er: arnbje@mi.is

Eitt andsvar við „Sorgarfregnir“

  1. Innilegar þakkir. Vil taka framm að jarðarförin er kl 14:00 miðvikudaginn 29/6 kveðja Arnbjörn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.