Er að lesa bók um þessar mundir sem heitir þessu forvitnilega nafni, Ástarflótti. Liebesfluchten. Hún er eftir Bernhard Schlink, þýskan rithöfund og þýdd af Þórarni Kristjánssyni. Önnur bók eftir Schlink er til á íslensku, Lesarinn, og er snilldarlega þýdd af Arthúri Björgvini Bollasyni. Sú bók hitti mig mjög ákveðið og hef ég lesið hana þrisvar sinnum.