Hin meiri skáld yrkja stundum á þann veg, svo listilega, að lesandanum getur fundist hann sé sjálfur að tjá sig. Þó kannski ekki beint að tala, heldur fremur eins og leikið sé á strengi tilfinninga hans. En allir bera tilfinningar. Stundum þegar eitt svið þeirra stígur fram fyrir önnur, – og mönnum getur liðið eins og hljóðfæri sem þarfnast hljóðfæraleikara, eða huggara – er svo elskulegt að geta lesið ljóð skálda sem strjúka yfir strengina og vekja hljóminn sem þrýstir á um hljómun.