Vika bókarinnar. Fyrsti þáttur

Þegar ég les um það að vika bókarinnar standi nú yfir, þá lyftist örlítið á mér brúnin. Það gerist þótt hún hafi verið sígin síðustu daga vegna vanheilsu í kroppnum. Alltaf er það gleðiefni að heyra umræður um bækur og orðin sem í þeim standa og hugsunina á bak við orðin. Blað allra landsmanna leggur sig fram um að fjalla um bækur og þættir heyrast í útvarpi og allt er það hluti af veislu fyrir þá sem eiga bækur fyrir vini.

Lesa áfram„Vika bókarinnar. Fyrsti þáttur“

Með stóran heim inni í höfðinu

Stundum heyrir maður orð sem skera sig úr í orðaglaumi hversdagsins og fá mann til að staldra við. Í dag hafa orð tveggja merkiskvenna gefið ástæður til að velta orðum þeirra fyrir sér. Í hádeginu var í Rúv. viðtal við frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli hennar. Hún endaði samtalið með því að segja að „hún ætti stóran heim inni í höfðinu á sér.“

Lesa áfram„Með stóran heim inni í höfðinu“

Halló, halló, kaupum Símann

Við sátum við eldhúsborðið um hálf sjö leytið í morgun, hjónin, sötruðum kaffi og lásum blöðin. Eitt af aðalefnum þeirra þessa dagana er Halló, halló, Agnes hér, Orri og Jafet og Síminn. Umræðuefnið er að nú skuli allur almenningur taka sig saman og kaupa Símann. Halló, halló. Kaupum Símann. Ásta stansaði óvenjulega lengi við eina greinina. Sagði svo: „Eigum við að kaupa í Símanum?“

Lesa áfram„Halló, halló, kaupum Símann“

Farísear allra tíma

Þeir voru harðir á því, farísearnir á tímum Krists, að gefa hvergi eftir um bókstaf Móselaga. Þeir eltu Jesúm á röndum öll starfsár hans og gerðu hverja atlöguna á fætur annarri til að gera hann sekan við lögmálið. Má og lesa í ritningunum að hjartans mál þeirra var ekki fyrst og fremst lögmálið, heldur það að koma höggi á manninn. Dæmi: „Þá gengu farísearnir burt og tóku saman ráð sín, hvernig þeir gætu flækt hann í orðum.“ (Mt. 22)

Lesa áfram„Farísear allra tíma“

Breytingar á heimasíðu

Maður brýnir mann, segir í helgri bók. Víst er það svo. Hef ég notið þess við fátæklega bloggtilburði mína að fá hvatningu frá ýmsum vingjarnlegum lesendum pistlanna og að sjálfsögðu einnig vina minna og félaga. Helsta hvatningin um tæknimál og þróun heimasíðunnar hefur komið frá Brynjólfi Ólasyni sem er ákafur áhugamaður um heimasíðugerð og aðrar lausnir í slíkum málum. Kann ég ekki einu sinni að nafngreina fyrirbærin.

Lesa áfram„Breytingar á heimasíðu“

BWV 537

Sumir dagar láta í té meiri ánægju en aðrir dagar. Það munu flestir menn geta vitnað um. Þeir sem verst hafa það mundu kannski vilja segja að sumir dagar væru ánægjuminni en aðrir. Hvað um það. Mér var úthlutað yndislegum kafla í dag. Reyndar fleiri en einum. En BWV 537 stóð upp úr. Víst er dagurinn ekki allur svo að mögulegt er að fleiri góðilmi beri fyrir sál mína áður en lýkur.

Lesa áfram„BWV 537“

Hvar á elskan upptök sín?

Þeir sem áttu stundir við sjávarmál og upplifðu krafta sjávarfalla, flóðs og fjöru, eiga vafalítið ljúfar minningar um stundina á milli falla, þessa stuttu sem hefst eftir að útfalli lýkur og aðfall hefst. Hún er kölluð liggjandi og eða ögurstund. Í góðu veðri er stundin sú dularfull og býr yfir leyndardómi, sérkennilega hljóðlát og undarlega kyrr, þar til kraftar veraldar hefja að toga hafið að landi að nýju.

Lesa áfram„Hvar á elskan upptök sín?“

Glæsilegur einstaklingur

Allt í einu kom hún fram í sviðsljósið. Gáfuð, menntuð og glæsilegur persónuleiki. Kristín Ingólfsdóttir. Aldrei hafði ég heyrt af henni fyrr en hún bauð sig fram til rektors við Háskóla Íslands. Þar keppti hún við hóp karla. Í seinni umferð, þegar tvö stóðu eftir, sá ég kastljósþátt með henni og keppinaut hennar. Yfirburðir hennar voru algerir. Hógværð og hyggni á móti yfirborðslegum framboðsfundatilburðum stjórnmálamanns. Við hjónin sögðum í vinahópi að hana myndum við kjósa hefðum við rétt til þess.

Lesa áfram„Glæsilegur einstaklingur“

Breytileg átt á Efstaleiti

Það er dálítið þægilegt að geta horft og hlustað á fréttir og dægurþras í fjölmiðlum án þess að láta titring þeirra ergja sig. Á mínum aldri er þetta hægt því það láta, hvort sem er, allir sér í léttu rúmi liggja hvaða skoðanir karlar á úreldingarhlunnum hafa á málunum. Ég hef þó hlustað á Ríkisútvarpið í meira en sextíu ár. Er alinn upp við Pétur Pétursson, Helga Hjörvar, Jónas Þorbergsson, Vilhjálm Þ. Jón Múla og fleiri ógleymanlega persónuleika.

Lesa áfram„Breytileg átt á Efstaleiti“