Vika bókarinnar. Annar þáttur

Margar af þeim bókum sem komu mér á lagið með að lesa, þegar ég var barn og unglingur, eru löngu horfnar úr safninu. Ástæður fyrir því eru vafalítið margar. Þá helstu tel ég þó vera stjórnleysi sem plagaði persónuleika minn á árunum þeim. Auðvitað vildi ég vel en hafði ekki staðfestu til fylgja því eftir. Þessu hafði faríseinn Sál frá Tarsus lent í fyrir margt löngu og orðaði þannig í bréfi: „ Það góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég.“

Lesa áfram„Vika bókarinnar. Annar þáttur“