Maður brýnir mann, segir í helgri bók. Víst er það svo. Hef ég notið þess við fátæklega bloggtilburði mína að fá hvatningu frá ýmsum vingjarnlegum lesendum pistlanna og að sjálfsögðu einnig vina minna og félaga. Helsta hvatningin um tæknimál og þróun heimasíðunnar hefur komið frá Brynjólfi Ólasyni sem er ákafur áhugamaður um heimasíðugerð og aðrar lausnir í slíkum málum. Kann ég ekki einu sinni að nafngreina fyrirbærin.
BWV 537
Sumir dagar láta í té meiri ánægju en aðrir dagar. Það munu flestir menn geta vitnað um. Þeir sem verst hafa það mundu kannski vilja segja að sumir dagar væru ánægjuminni en aðrir. Hvað um það. Mér var úthlutað yndislegum kafla í dag. Reyndar fleiri en einum. En BWV 537 stóð upp úr. Víst er dagurinn ekki allur svo að mögulegt er að fleiri góðilmi beri fyrir sál mína áður en lýkur.