Þeir sem áttu stundir við sjávarmál og upplifðu krafta sjávarfalla, flóðs og fjöru, eiga vafalítið ljúfar minningar um stundina á milli falla, þessa stuttu sem hefst eftir að útfalli lýkur og aðfall hefst. Hún er kölluð liggjandi og eða ögurstund. Í góðu veðri er stundin sú dularfull og býr yfir leyndardómi, sérkennilega hljóðlát og undarlega kyrr, þar til kraftar veraldar hefja að toga hafið að landi að nýju.