Hún er mögnuð þessi vika. Mögnuð fyrir páskaeggjaframleiðendur. Mögnuð fyrir verslun með gjafir til ferminga. Og mat. Þá er hún mögnuð fyrir fátækt fólk sem á ekki fyrir mat. Það les á pakkana í hillum verslana. Leggur frá sér þá dýrari og velur ódýrari. Eða sleppir þeim. Þetta sést í verslunum. Eldri borgarar og ungar einstæðar mæður. Og börnin þeirra horfa með sársauka á miljónir páskaeggja. Vita af reynslu að þau fá bara númer eitt eða tvö.