Að fá að vera manneskja II

Það er annars lærdómsríkt að velta fyrir sér hugsunum sem snúast um að fá að vera manneskja. Svo virðist sem að um allar götur mannsins megi sjá undirokað fólk og þá sem undiroka það. Nærtækt dæmi má lesa í Heilagri ritningu. Þar segir frá því hvernig Egyptar héldu Ísraelum niðri og komu í veg fyrir að þeir fengju að vera manneskjur eftir sínum eigin viðmiðunum. Þetta var fyrir 3300 árum, eða um 1300 fyrir okkar tímatal.

Lesa áfram„Að fá að vera manneskja II“

Að fá að vera manneskja

Stúdentablaðið kom mér á óvart í morgun. Mannvit, menntun og hlýja gæti verið einskonar aðalumsögn um það. Við lestur greinar um Gunnfríði Lilju Grétarsdóttur fylltist hugur minn af aðdáun. Það andar svo hlýju frá henni, lífsviðhorfum hennar og viðfangsefnum. Það mætti heyrast oftar af slíkum einstaklingum. En kannski eru þeir ekki margir. Viðhorf hennar til ástarinnar og þeirra forréttinda að fá að upplifa það að verða ástfangin eru full af hlýju og mannskilningi.

Lesa áfram„Að fá að vera manneskja“