Þetta var á biðstofunni í Læknasetrinu. Fyrri hluta morguns. Í vikunni. Það var fremur fátt fólk, eldri borgarar með einni undantekningu. Fjærst voru hjón. Konan hafði orð fyrir þeim. Þá yngri kona vanfær, komin langt á leið. Yfir henni var þessi heiðríkju svipur sem gjarnan einkennir vanfærar konur. Þá tveir karlar andspænis mér. Einn stóll laus á milli þeirra. Annar þeirra fletti tímariti. Hratt. Hinn iðaði í sætinu. Tók síðan að ræða við þann sem næst honum sat.