Á bataveginum. Loksins. Tölvan mín. Þetta yndi mitt og elska. Vírusar herjuðu á hana í síðustu viku. Og bakteríur. Geðveikibakteríur. Í þúsundavís. Hún varð fársjúk, vesalingurinn. Og ég þessi auli sem ekkert kann nema að skrifa á hana. Hringdi því á verkstæði og bað um hjálp. „Ekki í dag og varla á morgun,“ var svarað. Og það stóðst. Helgin gekk í garð og tölvan um það bil meðvitundarlaus. Ég fékk mér magnyl. Tölvan neitaði að taka lyf.