Ók þarna um í morgun snemma. Fremur kuldalegt. Hinkraði smástund utan við Stjórnarráðið. Vildi fá fólk á myndina. Það var ekkert fólk að fá. Og einungis ein glansbifreið í ráðherrastæðinu. Væntanlega nýi forsætisráðherrann. Hlýtur að vera spennandi að hafa allt þetta vald. Og Davíð hvergi nærri til að setja fingurna í málin. Er ekki frá því að á Alþingi séu menn djarfari í tali, að Davíð fjarstöddum.