Þekkir þú Tsjitsjikov? Á nú varla von á því. En ég hef verið að endurlesa sumar af elskulegustu bókunum mínum frá fyrra lífi. Það er dálítið eins og að upplifa sokkabandsárin sín að nýju. Þá var oft svo stórkostlegt að vera til. Auðvitað verður blossinn aldrei eins skarpur á efri árunum, en sumt af dulúðinni vekur sömu viðbrögð. Þegar fregnir bárust af því á haustdögum að fjármagnseigendur og aðrir unnendur peninga, vildu gjarnan kaupa stærstu bújarðir landsins og bæta þeim í eignasafn sitt, þá ákvað ég að lesa bók Gogols, Dauðar sálir, einu sinni enn.