Við vorum samtíma á flugnámskeiði. Námum til réttinda einkaflugmanns. Ýmsir mætir menn tóku þátt. Eitt skiptið kom einn nemanna rakur í tíma. Við vorum í sal vestur í Háskóla Íslands. Tíminn varð öðruvísi vegna kennderís þessa nema. Hann var um fertugt. Fór með ferskeytlur af ýmsum toga. Ýmsir lögðu vísu í púkkið. Mér varð á að fara með línu úr Einari Ben. ,,- Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest…”
Hið óendanlega
Það voru samt greinar um Derrida, látinn, sem áttu hug minn í gær. Lesbók Moggans gerði honum ágæt skil um helgina þar sem ekki færri en átta greinar, eða pistlar, eru birtir um hann. Nú er það ekki svo að ég hafi mikið vit á Derrida. Ekki fremur en öðrum frægum mönnum sem kenndir eru við heimsspeki. Get og þess vegna tekið undir með blaðamanninum sem vitnaði um för sína á fyrirlestur hjá meistaranum og kvaðst hafa skilið minnst af því sem hann sagði.
Kuldaboli
Ók þarna um í morgun snemma. Fremur kuldalegt. Hinkraði smástund utan við Stjórnarráðið. Vildi fá fólk á myndina. Það var ekkert fólk að fá. Og einungis ein glansbifreið í ráðherrastæðinu. Væntanlega nýi forsætisráðherrann. Hlýtur að vera spennandi að hafa allt þetta vald. Og Davíð hvergi nærri til að setja fingurna í málin. Er ekki frá því að á Alþingi séu menn djarfari í tali, að Davíð fjarstöddum.
Dauðar sálir
Þekkir þú Tsjitsjikov? Á nú varla von á því. En ég hef verið að endurlesa sumar af elskulegustu bókunum mínum frá fyrra lífi. Það er dálítið eins og að upplifa sokkabandsárin sín að nýju. Þá var oft svo stórkostlegt að vera til. Auðvitað verður blossinn aldrei eins skarpur á efri árunum, en sumt af dulúðinni vekur sömu viðbrögð. Þegar fregnir bárust af því á haustdögum að fjármagnseigendur og aðrir unnendur peninga, vildu gjarnan kaupa stærstu bújarðir landsins og bæta þeim í eignasafn sitt, þá ákvað ég að lesa bók Gogols, Dauðar sálir, einu sinni enn.
Hjartastaður
Morgunbænin í útvarpinu er vinsæl hjá okkur hjónunum. Við hlustum á hana flesta morgna. Hún hefst yfirleitt á öðrum kaffibolla. Í morgun fór séra Auður Eir með trúarorðin. Ég seigi trúarorðin, því að af mæli hennar merkist að hún á hlutdeild í þeim Guði sem veitir blessun þeim sem vilja þiggja hana af honum. Það er eins og hún tali af hjarta fram. Og einmitt þannig orðaði Goethe þetta í stórverkinu Faust: „En hjörtum fer aldrei orð á milli, sem ekki er runnið úr hjartastað.“
Forseti okkar allra
Alþingi kom saman í gær. Ekki fór það fram hjá neinum. Fjölmiðlafólk drekkur í sig orð og athafnir alþingismannanna. Og blæs upp. Og út. Þingfréttir fá alltof langan tíma og fréttatímar verða afspyrnu leiðinlegir. Það væri ekki úr vegi að útvarp og sjónvörp hefðu sérstakan tíma fyrir þingfréttir. Til dæmis eins og gert er með veðurfréttir. Eða dánartilkynningar.