Sumar hinnar mestu veðurblíðu er nú senn á enda. Veðurblíðu sem virtist koma öllum á óvart. Veðurvitar hafa spáð regni og aftur regni á tímum götótts Ósonlags og hækkandi hitastigs. En svo allt í einu, þvert ofaní orð vitringanna, kemur þetta yndislega sumar, heitt, bjart og mannelskandi. Og þjóðin hér á norðurhjaranum, á mörkum hins byggilega heims, eins og sagt er, hefur að mestu verið ber að ofan. Viku eftir viku. Guði sé lof fyrir veðurblíðuna.