Sumarleyfi lokið. Skrifborðið og náttborðið hlaðin bókum um orð. Orð, tungumál og texta. Þá og um höfunda, hugsun og orðræður. Af ýmsum toga. Lestur þeirra oftast lyft huganum. Jafnvel hátt. Hvað er hátt? Stöku sinnum ringlað hann. Hvað eiga menn við með orðum sínum? Hverjum hafa þeir ætlað þau? Venjulegu fólki? Eða fagbræðrum sínum? Skyldi einn sjá það sama í texta og einhver annar? Töluðum eða rituðum? Lærðum ber saman um að vandinn er verulegur. Bæði höfundar og viðtakanda.