Göngur og réttir

Þau heimsóttu okkur í Litlatré, síðastliðið laugardagskvöld, hjónin á Sámstöðum í Hvítársíðu. Sitt hvað bar á góma. Meðal annars göngur og réttir. Tími þeirra fer nú í hönd. Nesmelsrétt er þeirra heimarétt. Hún er um það bil 25 ára, byggð úr timbri. Er í landi Haukagils. Þangað smala bændurnir heimahagana og Síðufjallið. Þá losna þeir við að reka féð niður í Þverárrétt í Þverárhlíð og heim aftur. Góð ráðstöfun. Í Nesmelsrétt verður réttað 3. september.

Lesa áfram„Göngur og réttir“

Í húsi föður míns

Það rifjast stundum upp fyrir mér atvik sem átti sér stað í Þríbúðum á tímum okkar Ástu þar. Ung hjón komu í sunnudagssamkomu. En á þeim árum voru ætíð tvær almennar samkomur í viku. Á fimmtudagskvöldum og á sunnudögum klukkan fjögur. Samkomur þessar voru að jafnaði vel sóttar. Ungu hjónin sátu aftarlega og eftir samkomuna fengu þau sér kaffisopa ásamt öðrum samkomugestum.

Lesa áfram„Í húsi föður míns“

Eldri borgarar

Þau komu inn eftir löngum ganginum í Læknasetrinu. Erfitt að giska á aldur þeirra. Þó sennilega ekki yngri en sjötíu og fimm til áttatíu ára. Karlinn gekk hraðar. Hann var svolítið skakkur við stefnuna sem hann gekk í. Konan kom um tíu metrum á eftir. Göngulag hennar minnti á verki í augnkörlum. Hún hallaði dálítið fram. Var klædd í græna, þunna, hálfsíða kápu. Karlinn tók stól sem var við hliðina á mér og færði hann fjær um eina stólbreidd. Og settist.

Lesa áfram„Eldri borgarar“

Og tími til að kætast

Steina frænka mín sagði gjarnan: „amman er þarfasti þjóninn.” Steina frænka. Ég hef alltaf dáðst að henni. Hún hefur á einhvern undraverðan hátt haldið glaðværð og góðu skapi í gegn um lífið. Vissulega skil ég að hún hefur fengið gen frá mömmu sinni og mamman frá sinni mömmu, en sú var amma okkar Steinu og hló að flestu sem fyrir bar eftir nírætt. En þegar Steina talar um þarfasta þjóninn þá á hún við hvað dætrum hennar þykir gott að láta hana gæta barna þeirra.

Lesa áfram„Og tími til að kætast“

Hugleikin orð

HUGLEIKIN ORÐ
[17/08/04 — 13:19]
Fuglamál. Hver skilur það? Skáldin? Og maður spyr, hver er skáld? Já, og ef lengra er haldið, þá, hver er ekki skáld? Stundum virðist manni að skáldatitill sé settur á menn án þess að þeir séu nokkur skáld. Það er svo margt undarlegt í þessum mannheimi okkar. Svo finnast einnig menn sem eru skáld án þess að nokkur taki eftir því. Hvað skyldi ráða úrslitum um það hver er skáld og hver er ekki skáld?

Lesa áfram„Hugleikin orð“

Dýrmætir dagar

Á einum af þessum dýrmætu dögum sumarblíðunnar, um litla skatts leyti, kvað allt í einu við hvinur í lofti og einskonar hvæs. Við vorum niðursokkin í annir, smíðar og blómaaðhlynningu. Tveir mófuglar flugu með feikna hraða að gluggum hússins og börðu vængjum ólmir til að reyna að komast í gegn. Í kjölfarið kom smyrill, grimmur og gráðugur, með klærnar steyttar til að hremma þá smáu.

Lesa áfram„Dýrmætir dagar“

Vonbrigði

Stundum ná áhrif af miklum auglýsingum og upphrópunum markaðarins til manns. Hetjur markaðssetningarinnar hrópa þá svo hátt að það yfirgnæfir annað sem á döfinni er. Þegar um bækur er að ræða fellur einfaldur neytandi stöku sinnum fyrir skruminu. Ekki síst þegar markaðssetningin kallar til liðs við sig fagfólk til að skrifa undir átakið. Þegar ég segi fagfólk á ég við einstaklinga sem hafa háskólagráðu í skilningi og greiningu á bókum og bókmenntum.

Lesa áfram„Vonbrigði“

Að skipta um trúfélag

Það var ekki eins mikið mál og við áttum von á. Fórum inn á heimasíðu Hagstofunnar og fundum eyðublað. Prentuðum út tvö eintök. Fylltum þau út, skrifuðum undir og settum þau síðan í póst. Þetta er svo sem búið að vera á döfinni lengi. Við urðum meðlimir í Fíladelfíu fyrir 40 árum. Áttum ákaflega yndislegt samneyti við fólkið sem þá var í Kirkjulækjarkoti. Einlægt, lítillátt og hógvært. Nú er þriðja kynslóðin tekin við. Hún er öðruvísi.

Lesa áfram„Að skipta um trúfélag“

Karlar í krapinu

Karlmenn eru hinar miklu hetjur tilverunnar. Þetta undirstrikaðist vel í gær. Ásta átti erindi í Kringluna. Þurfti að skipta einhverri flík. Ók á eigin bíl. Póló. Bílinn hefur hún dáð og dásamað alla daga. Nema kannski þegar hún er að kaupa varahluti í Heklu. Þar er allt svo dýrt. Hvað um það. Bíllinn hennar hafði staðið svo til ónotaður allan júlímánuð. Vegna sumarleyfa. Og henni þótti gott að setjast inn í hann og aka og erinda frjáls og óháð. Við ætluðum síðan að hittast þegar ég hefði lokið mínum erindum.

Lesa áfram„Karlar í krapinu“

Texti og túlkun

Sumarleyfi lokið. Skrifborðið og náttborðið hlaðin bókum um orð. Orð, tungumál og texta. Þá og um höfunda, hugsun og orðræður. Af ýmsum toga. Lestur þeirra oftast lyft huganum. Jafnvel hátt. Hvað er hátt? Stöku sinnum ringlað hann. Hvað eiga menn við með orðum sínum? Hverjum hafa þeir ætlað þau? Venjulegu fólki? Eða fagbræðrum sínum? Skyldi einn sjá það sama í texta og einhver annar? Töluðum eða rituðum? Lærðum ber saman um að vandinn er verulegur. Bæði höfundar og viðtakanda.

Lesa áfram„Texti og túlkun“